Barnaskemmtanir Tónafljóða

Ævintýralegar barnaskemmtanir sem henta sérstaklega vel fyrir leik- og grunnskólabörn.

Við bjóðum upp á tvennar barnaskemmtanir, jóla- og heilsársskemmtun. 

Þetta er ekki bara söngur og ekki bara leikrit, þetta eru söngleikir stútfullir af uppáhálds lögum barnanna.

Teiknimyndasöngleikur

Vinsælu Disney lögin saman í söngleik!

25 mínútna tónlistarveisla. Við leikum, dönsum og syngjum lög úr vinsælustu teiknimyndum barnanna eins og Frozen, Toy Story, Aladdin, Encanto og Lion King.

Litríkir búningar, fallegar raddanir, dans og leikgleði einkenna þessa frábæru fjölskylduskemmtun.


Sérsniðin barnaskemmtun

Við hönnuðum söngleikinn í samvinnu við börn, með því að prófa okkur áfram og fylgjast með því hvað börnunum finnst skemmtilegt að sjá og heyra.

Við bregðum okkur í hlutverk ljóna, krabba, fiska og allskonar skemmtilegra persóna úr teiknimyndum. 

Jólasöngleikur

Töfrandi jólasýning

Jólasöngleikurinn er 25 mínútur að lengd og inniheldur öll vinsælustu jólalögin sem allir ættu að þekkja. Þar á meðal eru lögin Ég hlakka svo til, Snjókorn falla,

og Ég sá mömmu kyssa jólasvein.

Góður jólaboðskapur

 „Spenningurinn er í hámarki og vinkonurnar geta ekki beðið eftir jólunum. Ein þeirra er farin að missa trúna um að jólin komi nokkurn tímann en vinkonurnar sannfæra hana um það að jólin koma svo sannarlega og hjálpast þær að við að koma henni í rétta jólaskapið.“

Við erum söng- og leikhópurinn Tónafljóð

Tónlistarkona, förðunarfræðingur og bókhaldsnemi.Hún hefur verið í bransanum lengi og er alltaf syngjandi. Hún elskar háu tónana og er ansi oft uppi á háa C-inu. Hún er móðir og elskar fjölskyldulífið og brennur fyrir barnamenningu og þá sérstaklega tónlist.

Tónlistarkona, söngkennari og rithöfundur.Hún er algjör reynslubolti í bransanum og hefur m.a. gefið út plötuna Wondering. Hún er menntuð sem kennari hjá Complete Vocal Institute, með master í ritlist og búin að gefa út 4 bækur. Hún er móðir sem elskar fjölskyldulífið og brennur fyrir tónlist, ritlist og sköpun.

Tónlistarkona, gítarleikari, upptökustjóri og mannfræðingur.Hún er reynslubolti í tónlistinni og hefur m.a. gefið út helling af lögum með hljómsveitinni Bergmál. Hún er elskar að skapa lag frá grunni. Hún er móðir og fjölskyldukona og matartíminn er hennar uppáhálds tími dagsins. 

Tónlistarkona, hárgreiðslukona og stjórnandi hlaðvarps. Hún er reynslubolti í tónlistinni og hefur m.a. gefið út ógrynni af lögum með hljómsveitinni Bergmál. Hún er gleðigjafi sem elskar að hafa gaman í kringum sig. Hún er móðir og fjölskyldukona sem brennur fyrir velferð barna. Hún er mikill húmoristi og vill hafa stuð í kringum sig.

Tónlistarkona, leikskólakennari og talmeinafræðingur. Hún hefur mikla ástríðu fyrir tónlist og barnamenningu. Hún hefur mikla reynslu að vinna með börnum. Hún er móðir og mikil fjölskyldukona sem elskar sætindi og hún er m.a. ein af þeim heppnu íslendingum sem er atvinnu nammismakkari hjá Nóa Siríus!

Umsagnir

Berglind Ósk Þórólfsdóttir

Sáum þær á 17. júní skemmtun og stelpan mín elskaði Disney-syrpuna.

Kristín Guðjónsdóttir

Frábær skemmtun fyrir alla!! Þær hafa komið að skemmta nokkrum sinnum á mínum leikskóla og slegið í gegn í öll skiptinn!

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir

Skemmtilegur og upplífgandi sönghópur. Þær eru með húmor, gleði, útgeislun, fallegar raddanir og tilvaldar í alls kyns skemmtanir. Ég hef fengið þær til að syngja fyrir stóran barnahóp og þær hafa alltaf skapað einstaklega góða stemmingu. 

Benedikt Sigurleifsson

Hef séð bæði barnaskemmtunina og jólasöngleikinn, báðar sýningarnar slógu í gegn! Mæli mjög mikið með þeim!

Guðrún Árný Karlsdóttir

Svo dásamlegar og skemmtilegar. Mússikalskar og professional. Mæli með þessum stelpum :)

Viltu meiri Tónafljóð í líf þitt?